Anna Maria Burstedt hefur stundað nám í listaskólum í Svíþjóð og haldið nokkrar myndlistarsýningar þar. Aðallega málar hún landslagsmyndir með olíulitum. Eva Maria Hillström hefur teiknað mikið alla tíð, lesið sér til um myndlistartækni og prófað sig áfram á því sviði. Hún hefur einnig lært nokkuð í ljósmyndun. Hún notar mest blýant og pastel í listsköpun sinni.
Sýningin er allan janúar og er opin á sama tíma og bókasafnið kl. 10-19 virka daga og laugardaga 11-14.
Fréttavefur Bláskógabyggðar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst