Tvær handboltastelpur úr ÍBV hafa verið valdar í 20 manna æfingahóp Íslands fyrir riðlakeppni Evrópumótsins en riðill Íslands verður leikinn hér á landi dagana 25. til 27. mars. Þetta eru þær Berglind Dúna Sigurðardóttir, sem leikur í markinu og Drífa Þorvaldsdóttir, sem er skytta. Með Íslandi í riðli eru Spánn, Króatía og Sviss en þjálfarar Íslands eru þeir Sigurgeir Jónsson og Ómar Örn Jónsson.