Tveir styrkir til Eyja úr Menningarsjóði Suðurlands
20. júní, 2014
Í janúar 2014 auglýsti Menningarráð Suðurlands eftir umsóknum um verkefnastyrki og stofn- og rekstrarstyrki til eflingar menningarlífs á Suðurlandi. Alls bárust ráðinu 187 umsóknir um verkefnatyrk og var sótt um u.þ.b.95 milljónir kr. samtals. Á fundi ráðsins sem haldinn var 9. júní var samþykkt að veita 110 verkefnum styrki, samtals 26,6 milljónir kr.
Einnig bárust 14 umsóknir um stofn- og rekstrarstyrk og verður 12 verkefnum veitt styrkur, samtals 12.3 milljónir kr. Tvær umsóknir úr Vestmannaeyjum hlutu styrk úr sjóðnum, Eldheimar hlutu 1.5 milljón í styrk og �?órður Rafn Sigurðsson / DALA-RAFN Báta og útgerðarminjasafn fékk 500 þúsund króna styrk.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst