Tveir fyndnustu menn landsins eru á leið til Eyja í dag, þeir Pétur Jóhann og Þorsteinn Guðmundsson. Þeir félagar ætla að kitla hláturtaugar Eyjamanna í Höllinni í kvöld ásamt gaur á trommu. Fyrir þremur árum var fullt út úr dyrum í Höllinni þegar þeir kíktu við og var liðið borið út á börum sökum krampa í maga og kjálkaliðs.