Tveir handboltaleikir og körfuboltaleikur
9. október, 2010
Það verður nóg að gera fyrir íþróttaþyrsta í Eyjum í dag. Þeir hinir sömu geta komið sér vel fyrir í gamla sal íþróttamiðstöðvarinnar rétt fyrir klukkan 13:00 og verið þar fram undir kvöldmat því í boði verða heilir tveir handboltaleikir og einn körfuboltaleikur. Öll meistaraflokkslið ÍBV í vetraríþróttum spila sína fyrstu leiki í dag. Kvennaliðið byrjar gegn Gróttu klukkan 13:00, karlaliðið spilar svo gegn Stjörnunni klukkan 15:00 og körfuboltalið ÍBV tekur á móti Sindra klukkan 17:00.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst