Boltinn er byrjaður að rúlla á fullu í Hallarlundi en í kvöld verða tveir stórleikir í beinni útsendingu. Annars vegar er það leikur Stjörnunnar og FH sem Eyjamenn munu sjálfsagt fylgjast vel með, enda FH-ingar á hraðri siglingu á eftir ÍBV. Þá er flottur leikur í spænska boltanum, Barcelona-Villareal. Húsið opnar 18:30 en leikirnir hefjast 18:55 og 19:00.