Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið vegna hinna ýmsu mála sem upp komu. Rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina en eitthvað var þó um að aðstoða þurfti fólk sökum ölvuanrástands þess.Tveir brunar voru tilkynntir lögreglu í vikunni og voru þeir báðir í sama húsinu en um er að ræða hús sem stendur við Bárustíg þar sem veitingastaðurinn Landterna var til húsa.