Tvö skipa Vinnslustöðvarinnar byrjuð á makrílveiðum
24. júní, 2014
Makrílvertíðin fer rólega af stað eins og við er að búast snemmsumars í upphafi vertíðar. Tvö skipa Vinnslustöðvarinnar eru byrjuð veiðar, Kap og Sighvatur Bjarnason. Kap fékk 80 til 90 tonn í nótt og Sighvatur var að klára löndun í nótt. �??Makrílinn er svona þokkalegur miðað við árstíma. Skipin hafa verið sunnan við Eyjar en eru nú komin aðeins sunnar og vestar, svona sex tíma siglingu frá Eyjum,�?? segir Sindri Viðarsson, sviðstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni í samtali við kvotinn.is
Makríllinn fer allur til vinnslu og Sindri segir að um 300 tonn af hráefni fari í gegnum vinnsluna hjá þeim á sólarhring, en það fari svolítið eftir því hvað verið sé að gera. �?etta sé svipuð byrjun og í fyrra. Markaðir líti ágætlega út en verðið og salan ráðist mikið af stærð makrílssins
Kap og Sighvatur Bjarnason verða að þessum veiðum í sumar, en kvóti Vinnslustöðvarinnar er um 12.00 tonn. Í landi verða 100 til 120 við vinnsluna og er töluverður hluti þess skólafólk, sem þannig fær vellaunaða vinnu. �??�?að eru uppgrip í þessu hjá þeim,�?? segir Sindri Viðarsson.
(tekið af kvotinn.is)

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst