Í dag klukkan 14.00 verður þess minnst á Skansinum að nú eru liðin 389 ár frá einum hroðalegasta atburði í sögu Vestmannaeyja þegar sjóræningjar fluttu 242 karla, konur og börn frá Eyjum sem þræla til Alsír.
Birgir Loftson, sagfræðingur og kennari og höfundur bókarinnar Hernaðarsaga Íslands flytur stutt erindi um hernaðaruppbyggingu Vestmannaeyja með sérstakri áherslu á Skansinn. Að því loknu verður skotið úr fallbyssunni.
�?að er Sögusetur 1627 sem stendur að þessu og býður alla velkomna og ekki mun veðrið spilla fyrir, hlýtt og bjart.