Tyrkjaránsins verði minnst
21. febrúar, 2024
tyrkjaran_jakob_smari_erlings.jpg
Eyjamenn flúðu sumir til fjalla undan ræningjunum. Flestar heimildir telja að 234 hafi verið hernumdir í Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum. Teikning: Jakob Smári Erlingsson

Þingmennirnir Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir, Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að minnast þess að árið 2027 verða 400 ár liðin frá Tyrkjaráninu árið 1627 á Íslandi.

400 ár liðin frá ráninu árið 2027

Í ályktuninni segir að Alþingi álykti að í tilefni þess að árið 2027 verða 400 ár liðin frá örlagaríkum atburði í sögu þjóðarinnar, Tyrkjaráninu á Íslandi árið 1627, verði forsætisráðherra falið að skipa nefnd til að undirbúa viðburð til minningar um atburðinn. Nefndin skal meðal annars standa fyrir kaupum á minnisvarða, standa fyrir málþingi og stofna fræðslusjóð. Einnig er lagt til að Íslenskri erfðagreiningu verði falið að rannsaka ummerki ránsins í erfðamengi Íslendinga á Íslandi og finna blandaða afkomendur Íslendinganna í Alsír.

Hátt í 400 Íslendingar voru brottnumdir sem þrælar

Í greinargerð með tillögunni segir: Tyrkjaránið átti sér stað sumarið 1627 þegar ræningjaskip komu að Íslandi frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru annars vegar frá Marokkó og hins vegar frá Alsír og komu að í Grindavík, á Austfjörðum og loks í Vestmannaeyjum þaðan sem flestir voru numdir á brott. Hátt í 400 Íslendingar voru brottnumdir sem þrælar til Sale í Marokkó og Algeirsborgar í Alsír og hátt í 50 drepnir eða limlestir í Tyrkjaráninu.
Á undanförnum árum hafa komið út fjölmargar bækur á íslensku, ensku og fleiri tungumálum sem setja Tyrkjaránið árið 1627 í alþjóðlegt samhengi. Má hér nefna Reisubók séra Ólafs Egilssonar, prests í Vestmannaeyjum, sem nú hefur verið þýdd á nokkur erlend tungumál og er ein besta heimildin um Tyrkjaránið og þetta tímabil í sögu Evrópu og Norður-Afríku. Bókin hefur fengið viðurkenningu í heimsbókmenntum sem snerta sögu sjórána og þrælahalds.

Minnisvarði um þennan heimssögulega atburð

Í tillögu þessari er lagt til að í Vestmannaeyjum, þar sem blóðtaka ránsins var langmest, verði reistur minnisvarði um þennan heimssögulega atburð sem verði afhjúpaður 16. júlí 2027 að viðstöddum fulltrúum þjóðþinga þeirra landa sem helst komu við sögu, þ.e. Danmerkur, Hollands, Alsír og Marokkó auk fleiri landa. Forsætisráðherra verði falið að skipa þriggja manna nefnd til að undirbúa kaup á minnisvarða um atburðinn. Einn fulltrúi nefndarinnar skal skipaður samkvæmt tilnefningu bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, einn af Alþingi og einn án tilnefningar og skal sá vera formaður nefndarinnar. Mælst er til þess að nefndin efni til hönnunarsamkeppni um minnisvarðann og annist síðan um kaup á sigurverki slíkrar hönnunarkeppni. Nefndin annist jafnframt frekari undirbúning fyrir uppsetningu og afhjúpun minnisvarðans.

Rannsókn á ummerkjum ránsins í erfðamengi Íslendinga

Þá er lagt til að nefndin stofni fræðslusjóð og skipi stjórn hans. Sjóðurinn mun starfa tímabundið og styrkja fræðsluverkefni um Tyrkjaránið í hlutaðeigandi sveitarfélögum á Austfjörðum, í Vestmannaeyjum og í Grindavík á árinu 2027. Sjóðurinn styrki þau verkefni sem tilnefnd eru af sveitarfélögunum eigi síðar en í lok árs 2026.

Einnig er lagt til að Íslenskri erfðagreiningu verði falið að gera rannsókn á ummerkjum ránsins í erfðamengi Íslendinga á Íslandi og finna blandaða afkomendur Íslendinganna í Alsír.

Niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar í Eyjum

Íslensk erfðagreining hefur reynslu af því að leita að litningabútum úr erfðamengi framandi einstaklinga sem blönduðust íslenskri þjóð á öldum áður og er sagan um Hans Jónatan líklega það dæmi sem er best þekkt.

Framsögumenn hafa rætt málið við Íslenska erfðagreiningu og hefur fyrirtækið tekið vel í tillöguna. Niðurstöður rannsóknarinnar verði síðan kynntar í Vestmannaeyjum 16. júlí 2027. Áætlaður kostnaður við tillögu þessa er um 40 millj. kr., segir að endingu í greinargerðinni.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst