Golfmótið Ufsaskalli sem Valtýr Auðbergsson stendur fyrir ásamt fleirum var haldið í níunda sinnið á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Allur ágóði af mótunum hefur farið til góðra verkefna. �??Að þessu sinni fórum við og gáfum Sóla og Kirkjugerði tvær kerrur, hvorum skóla, sem taka fjögur börn hver kerra. �?að er að segja að þetta eru þá átta krakkar af hvorum leikskólanum sem geta farið út í göngutúr,�?? sagði Valtýr Auðbergsson. �??Mótið var eins og ávallt fullt og það þarf ekki að spyrja að því að veðrið er alltaf gott hjá okkur. �?að rigndi kl. 14.45 og við mættum á golfvöllinn kl. 15.00 og þá var allt orðið þurrt. Kerrunar eru ætlaðar fyrir minnstu krakkana og eru í stanslausri notkun og var kærkomið fyrir skvísurnar á leikskólunum. �?ökkum öllum þeim sem komu að þessu í ár kærlega fyrir okkur,�?? bætti hann við.