Rapptvíeykið �?lfur �?lfur hefur verið ein vinsælasta hip-hop hljómsveit landsins síðustu ár og ættu því að vera flestum kunnugir. Eftir vel heppnaða útgáfuplötu þeirra �??Tvær plánetur�?? árið 2015 hafa drengirnir verið ansi sýnilegir í íslenskri, og nú nýverið evrópskri tónlistarflóru og hafa verið iðnir við tónleikahald.
Veturinn 2016 lokuðu þeir sig af við skriftir og úr varð nýjasta plata þeirra �??Hefnið okkar�?? sem kom út nýverið. Strákarnir koma fram á Háaloftinu þann 21. júlí sem partur af túr þeirra um landið og búast má við algjörri veislu fyrir augu og eyru. Húsið opnar kl. 21.00. Verð miða er kr. 3.000,- í forsölu sem hefst í Tvistinum á fimmtudag. En kr. 4.000,- við hurð. Borðapantanir (eftir miðakaup) eru hjá Tótu í síma 846-4086.
Fréttatilkynning.