�?eir Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson í rapp tvíeykinu �?lfi �?lfi hafa síðustu misseri verið að ferðast um landið og spila á tónleikum í tilefni nýrrar plötu sveitarinnar, HEFNIÐ OKKAR, sem kom út á árinu. Næsta stopp �?lfs �?lfs í túrnum verður í Vestmannaeyjum en þar munu þeir troða upp á Háaloftinu nk. föstudag. Blaðamaður sló á þráðinn til Arnars Freys í gær en þá var hann staddur á Akureyri í faðmi fjölskyldu sinnar eftir að hafa spilað á tónleikum á Græna hattinum á föstudaginn.
�?ið félagar hafið verið að ferðast mikið síðustu daga og vikur. Er lífið á veginum erfitt eða bara gott tækifæri til að sjá landið? �??�?etta er alls ekki erfitt heldur bara geðveikt gaman og hefur það verið draumur okkar að heimsækja staði eins og Flatey sem við höfum aldrei komið á áður. Að fá að sjá land og þjóð er draumur í dós,�?? sagði Arnar Freyr.
Hvernig leggjast tónleikarnir í Vestmannaeyjum í ykkur? �??Vel, bara mjög vel. �?að er ekki oft sem við höfum spilað í Eyjum en það er alltaf gaman. Við spiluðum held ég tvisvar í Eyjum í fyrra og svo einu sinni 2012 þannig ég vona að fólk sé bara peppað fyrir þessu,�?? sagði Arnar en eins og fyrr segir er tilefni túrsins ný plata sveitarinnar, HEFNIÐ OKKAR, en hún er sú þriðja í röðinni. Hefur platan fengið góðar viðtökur? �??Já, mér heyrist það en fólk er gjarnara á að segja jákvæða hluti við mann en neikvæða. Platan hefur einnig selst vel og við erum heilt yfir mjög ánægðir. �?etta er algjör þriðja plata og erum við bara tveir að sjá um þetta og leyfum okkur þar af leiðandi að vera svolítið skrítnir á henni.�??
Á fólk von á gömlu efni í bland við það nýja á tónleikunum? �??Já, það er nákvæmlega svoleiðis, við munum spila held ég allt af nýju plötunni og svo gömlu slagarana líka. Við erum að spila nánast stanslaust í tvo tíma og á þeim tíma viljum við ná að spila sem mest, það er skemmtilegast,�?? sagði Arnar Freyr að lokum.