Sæmileg þátttaka var hjá blóðbankanum síðastliðna tvo daga en um 40 manns komu samanlagt í gær og í dag. “Við bjuggumst við fleirum” segir Auður Kristjánsdóttir, starfsmaður blóðbankans. “Okkur skilst að margir Vestmannaeyingar séu í fríi á þessum tíma þannig við reynum að koma á öðrum tíma næst. �?að eru þó komnir um 30 pokar af blóði sem gera tæpa 15 lítra og er það bara fínt,” bætir Auður við.