Hópurinn sem setti verkið upp samanstendur af krökkum sem sóttu námskeið hjá Jóni St. Kristjánssyni, leikstjóra Móglí og námskeiðið var haldið áður en valið var í verkið.
Aðsókn fór fram úr björtustu vonum þannig að ekki var hægt að taka við öllum í Móglí. �?ví var brugðið á það ráð að halda úti æfingum í vetur en hópurinn hittist einu sinni í viku í Vélasalnum undir öruggri leiðsögn �?lmu Eðvaldsdóttur. Og afraksturinn var á fjölum Bæjarleikhússins í síðustu viku.
Sýningin var bráðsmellin, mikill húmor og krakkarnir nutu sín á sviðinu, sérstaklega þær Selma Eyjólfsdóttir, sem var í hlutverki sögumanns og Díana Íva Gunnarsdóttir, í hlutverki stjúpmóðurinnar.
�?að er ljóst að mikill efniviður er í Leikfélaginu, hátt í fjörutíu krakkar hafa tekið þátt í starfi vetrarins þannig að í heildina hafa um sextíu manns komið að starfi félagsins í vetur.
Alma sagði í samtali við Fréttir að starfið hefði gengið ofboðslega vel í vetur. �?Sýningar á Móglí hafa gengið alveg rosalega vel. �?g er ofboðslega stolt af krökkunum enda hafa mörg þeirra ekki stigið á leiksvið áður. Svo hefur verið fullt nánast á allar sýningar hjá okkur en við sýndum níu sinnum þannig að við erum mjög sátt.
Alma sagði að það hefði verið einstaklega skemmtilegt að vinna með hópnum sem stóð að sýningunni Mjallhvít og skátarnir átta. �?Við hittumst einu sinni í viku í Vélasalnum og lékum okkur aðeins saman. Sýningin heppnaðist líka einstaklega vel og við erum mjög vel sett með unga leikara hjá okkur. Við þurfum reyndar að ná til okkur aftur gömlu leikurunum sem voru hér á sviði með okkur á árum áður,�? sagði Alma.
Um framhaldið og hvaða verk yrði fyrir valinu eftir áramót var Alma sem lokuð bók og vildi ekkert gefa upp hvaða verk yrði fyrir valinu. �?�?að eina sem ég get sagt er að við erum búin að ráða Jón Ingi Hákonarson sem leikstjóra, hann leikstýrði Skilaboðaskjóðunni en ég segi ekki hvað verk við tökum,�? sagði Alma.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst