Undanfarið hefur fé verið sótt í úteyjar. Flestir fjáreigendur bera sig vel og segja heimtur með ágætum. Aðra sögu er þó að segja úr Elliðaey. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta fundust tæplega fjörutíu kindur dauðar þar á dögunum. Mest voru það lömb sem láu um eyna, en þó eitthvað af eldra fé.