Lengi hafa undirritaðir haft áhuga á öryggismálum sjómanna. Og frá árinu 1980, sérstaklega sjósetningarbúnaði gúmmíbjörgunarbáta. Sá fyrsti var settur í Kap II VE 4, 24. febrúar 1981. Síðan höfum við fylgst með öðrum gerðum sjósetningarbúnaðar, hér á landi, eftir því sem tilefni hafa gefist til. Hafa þær ekki náð fótfestu og er sú fyrsta, sem fór í Kap II, sú eina sem hefur staðist tímans tönn.