Landsæfing björgunarsveita verður haldin á morgun, laugardaginn 20. október, í nágrenni Skóga undir Eyjafjöllum. Æfingin verður afar umfangsmikil en um 300 manns taka þátt í henni. Björgunarsveitir munu á æfingunni leysa margvísleg verkefni, m.a. í fjallabjörgun, rútstabjörgun, leitartækni, fyrstu hjálp og fleira. Uppsetning verkefna verður með þeim hætti að þau líkist sem mest raunverulegum aðstæðum og í þeim tilgangi verður fjöldi sjúklinga” á svæðinu.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst