Nú er umhverfið í Vestmannaeyjum heldur óvenjulegt enda verið stöðugt öskufall síðasta klukkutímann eða svo. Jörð er orðin grá og rykið þyrlast upp þegar bílar keyra um göturnar. Margir eru með grímur fyrir vitum sér og jafnvel gleraugu líka. Rigning fylgir öskufallinu með til heyrandi erfiðleikum fyrir ökumenn bifreiða en blaut askan límist við bílrúðurnar. Fjölmargir hafa verið á ferðinni í dag og myndað það sem fyrir augum ber. Þeir Óskar Pétur Friðriksson og Bjarni Ólafur Guðmundsson sendu vefnum myndir sem má sjá hér að neðan.