Umhverfismál eru ofarlega á baugi um allan heim þessa dagana. Við fáum fréttir af bráðnandi jöklum, af plastpokaeyjum sem reka um höfin og eyðileggja dýralíf, af loftmengun og plastögnum sem eru farnar að greinast í drykkjarvatni. Svona mætti lengi telja.
Sem betur fer er þessi umræða hávær. Við eigum bara eina jörð.
Birtingur sagði �?egar allt kemur til alls verður maður að rækta garðinn sinn. Og það er rétt. Breytingarnar hefjast heima. Við í Eyjum erum svo heppin að hafa fengið tækifæri til að flokka ruslið okkar svo að allt sem við látum í tunnurnar lendir ekki í landfyllingu einhvers staðar með tilheyrandi mengun. Sumt af því gerir það reyndar ennþá en við höfum tækifæri til að gera betur.
Við erum líka lánsöm að fólk hér í bæ tekur til sinna ráða og gerir eitthvað í málunum. Verkefnið Einn poki af rusli er eitt dæmi, taupokar til láns í verslunum er annað.
Bæjaryfirvöld geta gert ýmislegt til að styðja við áframhaldandi umhverfisvernd. Eyjalistinn hefur vilja til að halda áfram vinnu við að hingað komi fullkomin sorpeyðingarstöð frekar en að senda ruslið okkar upp á land. Með slíkri stöð er hægt að nota orkuna sem myndast til góðs fyrir bæinn og mengunin sem fylgir flutningunum hyrfi. Sú hugmynd er dýr en hana þyrfti að setja á langtímaáætlun og vinna í áföngum. Við viljum líka skoða hugmynd að grenndargámum líkt og þekkist í stærri bæjum landsins. �?á hefur fólk enn frekara tækifæri til að losa sig við endurvinnanlegt rusl, líka utan opnunartíma Sorpu. Skólpmál eru líka umhverfismál og það þarf að klára að tengja vesturbæinn við dælustöðina. Við þurfum að bæta við ruslatunnum í miðbænum og við vinsælar gönguleiðir, helst flokkunartunnum til að við sýnum gestum og gangandi að okkur sé alvara í umhverfismálum. �?að þarf líka að byggja upp græn svæði, auka aðgengi að orkustöðvum fyrir rafmagnsbíla og áfram mætti telja.
Okkur, á eyjunni fögru, finnst við kannski ekki geta gert margt í umhverfismálum í stóra samhenginu en máltækið segir Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. �?etta verðum við að hafa í huga. Við eigum aðeins eina jörð. Við þurfum að hugsa vel um hana, ekki bara til að líta vel út á pappír, heldur fyrir okkur öll.