Við veginn sunnan Helgafells, rétt við innkeyrslu að landi Dallasbænda, hefur orðið einkennilegt jarðsig. Þar hefur myndast gat í jörðina, tæpur metri í þvermál og um tveggja metra djúpt en þrengra gat lengra niður þar fyrir neðan. Guðmundur ÞB Ólafsson, forstöðumaður Þjónustuhúss Vestmannaeyjabæjar segir að fyllt verði upp í gatið á morgun.