Undirbúningur fyrir goslokahátíð 2013 er nú hafinn, en í janúar n.k. verða 40 ár liðin frá því að gos hófst á Heimaey. Mun miðvikudeginum 23. janúar verða gert hátt undir höfði með minningarstund og öðrum viðburðum. Goslokahátíðin okkar verður að sjálfsögðu á sínum stað fyrstu helgina í júlí, þ.e. 5.-7. júlí 2013. Þess á milli verða fjölbreyttir viðburðir tengdir gosinu.