Í dag er Alþjóða dansdagurinn og héldu krakkarnir í Hamarsskólanum upp á hann með því að dansa á Bárustígnum í hádeginu, eins og undanfarin ár. Mikill mannfjöldi var saman kominn til að fylgjast með krökkunum í fínasta veðri. Krakkarnir stóðu sig svakalega vel í dansinum og var mjög gaman að horfa á þau.