Kvennalið ÍBV lagði Gróttu að velli með þremur mörkum í gærkvöldi þegar liðin áttust við á Seltjarnanesi. Lokatölur urðu 17:20 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 8:12. ÍBV er því sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliðunum tveimur, Fram og Val sem bæði eiga leik til góða.