Unnur Brá Konráðsdóttir, 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins sýnir á sér hina hliðina
6. maí, 2007

Nafn: Unnur Brá Konráðsdóttir.

Heimilishagir: Í sambúð með Kjartani �?orkelssyni sýslumanni á Hvolsvelli, við eigum saman einn son, Konráð �?skar sem er tveggja og hálfs árs gamall.

Menntun og starf: Lögfræðingur og starfa sem sveitarstjóri í Rangárþingi eystra.

Áhugamál: Pólitík, útivist og lestur góðra bóka.

Hvað horfir þú á í sjónvarpi: Fréttir og Desperate Housewives.

Uppáhaldsmálsháttur: Betra er ólofað en illa efnt.

Hvaða eiginleika þarf stjórnmálamaður að hafa: Ákveðni, staðfestu og heiðarleika.

Mesti stjórnmálamaður allra tíma, íslenskur: Hallgerður langbrók.

Af hverju í pólitík: Vegna þess að þar er vettvangurinn til að gera gott samfélag enn betra.

Hverju þarf að breyta: �?að þarf að bæta samgöngur milli lands og Eyja.

Hvað ætlar þú að leggja áherslu á á þingi: Menntamál, samgöngur, málefni umhverfisins og málefni fatlaðra.

Unnur Brá skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokks.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst