Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri og formaður Almannavarnanefndar Vestmannaeyja vekur athygli á bókun nefndarinnar 4. apríl 2017 þar sem nefndin lýsir yfir áhyggjum sínum vegna skertrar viðbragðsgetu Vestmannaeyjaflugvallar. Nefndin óskar ennfremur eftir því við ISAVIA að þeir upplýsi Almannavarnanefnd hvernig eigi að tryggja viðbragð flugvallarins í framtíðinni.
�??Almannavarnanefnd lýsir áhyggjum sínum yfir ákvörðun ISAVIA um að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum úr fimm í þrjá sem eiga bæði að sinna flugturni og öryggisviðbúnaði. Vestmannaeyjaflugvöllur gegnir mikilvægu hlutverki í almannavörnum og lykilhlutverki í viðbragðs- og rýmingaráætlun þegar almannavarnaástand skapast. �?að er áríðandi að mönnun flugvallarins tryggi ætíð starfhæfni hans og að starfsfólk verði tiltækt hverju sinni til að mögulegt verði að halda honum opnum óháð áætlunarflugi. Almannavarnanefnd Vestmannaeyja óskar eftir því að ISAVIA upplýsi almannavarnanefnd um hvernig ISAVIA ætli að tryggja viðbragð flugvallarins með sólarhringsmönnun í samræmi við ofangreint,�?? segir í bókun Almannavarnanefndar.