„Flugvélar hafa heillað mig lengi. Það hljómar kannski fjarstæðukennt en draumurinn er einfaldlega að starfa í framtíðinni við að hanna flugvélar. Ég kann ekki að skýra þennan áhuga en þannig er þetta bara og ég ætla að leggja hart mér til að láta drauminn rætast,“ segir Hafdís Magnúsdóttir, verkfræðinemi og sumarstarfsmaður í uppsjávarvinnslu VSV. Hún er Eyjamaður í báðar ættir og býr í Vestmannaeyjum.
Hafdís útskrifaðist sem stúdent af eðlisfræðibraut Verslunarskólans vorið 2018 og hafði sérstakan áhuga á eðlisfræði og stjörnufræði. Hún hóf í framhaldinu nám í umhverfis- og byggingarverkfræði í Háskóla Íslands en stefndi jafnframt mun hærra, til himins í bókstaflegum skilningi.
„Ég sótti um verkfræðinám í háskóla í Indíana í Bandaríkjunum og fékk tilkynningu um það snemma árs 2020 að ég stæðist inntökuskilyrðin. Þar með var ákveðið að hætta í HÍ en fara utan seinna í sumar og hefja grunnnám í verkfræði í Indíana með það að markmiði að fara síðan í flugvélaverkfræði að grunnnámi loknu. Nemendur verða að standa sig á fyrsta árinu til að komast áfram og ég ætla mér að ná markmiðinu.
Nú er ég í uppsjávarvinnslu VSV þriðja sumarið í röð og líkar afar vel. Ég er yfirleitt í pökkuninni en var líka í gæðaeftirliti í fyrra og leysi af í gæðaeftirlitinu líka í sumar.
Hér gott að vinna og ágætis tekjur koma sér vel í dýru námi í Bandaríkjunum.“
Meðfylgjandi eru myndir af Hafdísi að taka sýni, vega, meta, mæla og prófa framleiðsluna. Gæðaeftirlit er umfangsmikið og strangt í öllu ferlinu frá upphafi til enda.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.