ÍBV tapaði fyrir Stjörnunni á laugadaginn í N1 deild kvenna en leikurinn fór fram í Garðabæ. Lokatölur urðu 35:25, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 19:11. Þar með er ljóst að ÍBV á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins í handbolta en fjögur efstu liðin fara þangað. ÍBV er komið niður í sjötta sæti deildarinnar eftir að hafa náð því fjórða um tíma.