Vegagerðin óskar eftir tilboðum í gerð Suðurstrandarvegar (427), á milli Krýsuvíkurvegar og Þorlákshafnarvegar. Verkið felst í nýbyggingu Suðurstrandarvegar á 33,6 km löngum kafla ásamt 2,3 km löngum tengingum við hann, smíði 12 m steyptrar bitabrúar á Vogsós neðan Hlíðarvatns í Selvogi, auk ræsa, grjótvarnargarða, reiðstígs og girðinga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst