Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson RE 200 og Bjarni Sæmundsson RE 30 halda bæði til loðnuleitar klukkan 14 í dag. Engin fiskiskip taka þátt í loðnuleitinni að þessu sinni eins og þau hafa oft gert. Í staðinn kosta útvegsmenn uppsjávarveiðiskipa loðnuleit Bjarna Sæmundssonar RE.