Ég vil nota þetta tækifæri til að votta Eddu, börnum þeirra hjóna og fjölskyldu allri einlægar samúðarkveðjur. Steingrímur var einstakur stjórnmálamaður. Það var alltaf hægt að ná í hann. Hann var alla tíð velviljaður og góður vinur Vestmannaeyja. Það kom í okkar hlut, míns og Jóns Eyjólfssonar fyrrverandi skipstjóra á Herjólfi að fara í stjórnarráðið þar sem Steingrímur sat og stýrði sinni ríkisstjórn og kynna fyrir honum og fá hans stuðning fyrir byggingu nýs Herjólfs. Hann hlustaði,spurði gerði svo, hann bankaði létt í borðið og sagði „ég styð málið.
“