Nýr 600 metra varnargarður við Markarfljót er kominn hálfa leið til sjávar. Garðinum er ætlað að flytja ósa fljótsins svo minna af framburði þess berist inn í Landeyjahöfn. Nýi varnargarðurinn mun færa ósa Markarfljóts 400 metra til austurs svo minna af framburði þess berist inn í Landeyjahöfn. Hann er reistur til bráðabirgða og verður fjarlægður eftir tvö ár.