Frá því Stefán Lúðvíksson stofnaði Eyjablikk fyrir 20 árum hefur fyrirtækið vaxið og dafnað. �?að hefur yfir að ráða rúmgóðu húsnæði við Flatir. �?ar vinna um 20 manns og er enginn skortur á verkefnum. Afmælisins var minnst á föstudaginn með fjölmennri veislu í húsnæði Eyjablikks þar sem boðið var upp á veitingar að hætti Sigurðar Gíslasonar á Gott og ljúfa drykki að hætti hússins.
Stefán sagði að aðaluppgangur fyrirtækisins hefði verið síðustu tíu árin og hefði haldist í hendur við mikil umsvif og uppbyggingu í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. �??Já, það hefur verið nóg að gera hjá okkur og við erum með næg verkefni næstu tvö árin.�??
Afmælisgleðin fór vel fram þar sem Jakkalakkarnir sungu og léku og maturinn eins og best verður á kosið. Og ekki var í kot vísað því í Eyjablikki er hátt til lofts og vítt til veggja og snyrtimennska í hávegum höfð. Og ekki annað að sjá en að fólk skemmti sér vel með Stefáni og hans fólki í Eyjablikki.
Eyjablikk býður upp á fjölþætta þjónustu og vinnur bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. �??Fjölbreytni verkefna hefur verið með ólíkindum á þeim árum sem fyrirtækið hefur starfað. Má þar nefna loftræsikerfi, einangrun og klæðningar á hita- og frystilögnum, flasningar, rústfrí smíði, álsmíði, lagning koparþaka, smíði á handriðum ásamt smíði á allra handa færiböndum og körum fyrir sjávarútveginn.
�?jónusta við einstaklinga hér í Eyjum er líka stór þáttur í starfsemi okkar. Við hjá Eyjablikk höfum kappkostað við að sinna þeim verkum sem okkur hefur verið treyst fyrir af kostgæfni og með bros á vör, því það skilar sér í ánægðum viðskiptavinum sem leita aftur og aftur til okkar með sínar þarfir,�?? segir á heimasíðu fyrirtækisins.
Hjá Eyjablikk ehf. starfa 19 manns þar af eru 2 með sveinspróf og 7 með meistarapróf í sinni iðngrein, blikksmíði, vélvirkjun og stálskipasmíðum. Fjórir starfsmenn eru með suðuréttindi ISO 9606-1. Kappkostað er að hafa vel menntaða og duglega einstaklinga í vinnu.
�?skar Pétur var að sjálfsögðu á staðnum með myndavélina og tók meðfylgjandi
myndir.