Vegagerðin með morgunfund í beinni
11. apríl, 2024
Landeyjaho_20240106_115402
Landeyjahöfn. Eyjar.net/TMS

Á morgunfundi Vegagerðarinnar verður fjallað um hafnadeild Vegagerðarinnar og rannsóknir tengdar höfnum, sjóvörnum og sjólagi, auk þess sem sérstakt erindi verður um Landeyjahöfn. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 og í beinu streymi, sem sjá má hér að neðan.

Starfsemi Vegagerðarinnar er fjölbreyttari en margir myndu halda. Innan Vegagerðarinnar er starfrækt hafnadeild sem sinnir fjölbreyttum verkefnum tengdum höfnum og sjóvörnum, gerir  hafna- og strandrannsóknir, vinnur með höfnum landsins að því að móta hafnabætur og hefur umsjón með ríkisstyrktum hafnarframkvæmdum. Hafnadeildin hefur einnig umsjón með Landeyjahöfn, sem er eina höfnin í eigu Vegagerðarinnar.

Landeyjahöfn fær veglegan sess

Á fundinum mun Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar, fjalla um verkefni deildarinnar í stórum dráttum.

Landeyjahöfn fær veglegan sess á fundinum en Kjartan Elíasson verkfræðingur fjallar um sögu hafnarinnar og reynsluna af henni.

Bryndís Tryggvadóttir, verkfræðingur, fjallar um sjóvarnir og lágmarkslandhæð á lágsvæðum. Þar ræðir hún um sjóvarnir og hvernig þær eru hannaðar út frá mati á flóðahættu og fleiri þáttum til að takmarka ágjöf sjávar og flóðahættu.

Morgunfundurinn verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Opið er á meðan húsrúm leyfir og það verður heitt á könnunni. Fundinum er einnig streymt og hefst klukkan 9:00-10:15 í dag, fimmtudag.

Dagskrá fundarins:

  • Opnun fundar. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar
  • Hafnadeild Vegagerðarinnar – hvað gerir hún? Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar
  • Landeyjahöfn – sagan frá upphafi. Kjartan Elíasson, verkfræðingur á hafnadeild
  • Sjóvarnir og lágmarkslandhæð á lágsvæðum. Bryndís Tryggvadóttir, verkfræðingur á hafnadeild

Fundarstjóri: G. Pétur Matthíasson

Spurningar

Fyrirspurnir má senda inn í gegnum vefsíðuna slido.com. Aðgangsorð: #hafnir https://app.sli.do/event/9B28K78VitaEfhX3aQ4FNg

Streymi

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst