Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) fékk uppgefnar kostnaðartölur frá Vegagerðinni í júní 2005 og samkvæmt þeim átti kostnaðurinn að vera sjö til átta milljarðar króna. Í svari Vegagerðarinnar til sveitarstjóranna þriggja kemur hins vegar fram að Vegagerðin telji kostnaðinn nú 13,5 milljarða króna. Munin skýrir Vegagerðin með því að í dag liggi fyrir mun nákvæmari tölur um tvöföldun Reykjanesbrautar sem í báðum tilfellum var höfð til samanburðar og að í fyrra svari var einungis gert ráð fyrir tvöföldun frá Hringtorgi við Rauðavatn. Nú sé hinsvegar gert ráð fyrir tvöföldun frá Nesbraut og austur á Selfoss.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst