Góður vegur yfir Uxahryggi er eitt helsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á Suður- og Vesturlandi, að mati Steinars Berg, ferðaþjónustubónda í Fossatúni í Borgarfirði. Þá segir hann málið ekki síður snúast um öryggi vegfarenda.
Leiðin yfir Uxahryggi, milli Borgarfjarðar og Þingvalla, um Lundarreykjadal, hefur verið notuð í meira en 1000 ár en þingmenn fóru þá leið frá Þingvöllum eftir Kristnitökuna árið 1000 og létu skírast í Krosslaug í ofanverðum Lundarreykjadal.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst