Á annaðkvöld, föstudagskvöld, býður Einsi kaldi upp á glæsilegan kvöldverð í Höllinni í samstarfi við goslokanefnd. „Þetta verður það besta úr matarkistu Vestmannaeyja, þar sem meðal annars verður boðið upp á fjölbreytt úrval af fisk ásamt lunda og fleira góðgæti Húsið opnar kl 18:30 og hefst borðhald kl 19:30. Miðapanntanir eru í síma 6982572 Einsi 8966818 Daddi,“ sagði Einar Björn hjá Einsa kalda.