Vel gekk í fyrsta túr

Bergur VE landaði á Seyðisfirði í gær. Skipið var nánast fullt eftir að hafa verið þrjá sólarhringa á veiðum. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Skipstjóri í veiðiferðinni var Jón Sigurgeirsson en hann var að fara sinn fyrsta túr sem skipstjóri. Heimasíðan ræddi stuttlega við Jón og spurði hvernig hefði gengið. „Það gekk bara nokkuð vel. Við erum með um 60 tonn og aflinn er mest karfi og ufsi og svo er einnig dálítið af þorski og ýsu. Ég er nokkuð sáttur við minn fyrsta túr í skipstjórastóli. Ég hef verið stýrimaður á Bergi frá áramótum en hef verið á sjó í yfir 20 ár. Túrinn byrjaði á því að við reyndum við karfa í Skeiðarárdýpinu en veiddum síðan mest í Lónsdýpinu og Berufjarðarálnum. Veðrið var heldur leiðinlegt allan túrinn og talsvert meiri vindur og meiri sjór en spáð var. Við gátum dregið tvö troll til að byrja með en veðrið kom fljótt í veg fyrir það og þá þurfti að notast við eitt,“ segir Jón.

Bergur hélt til veiða á ný strax að löndun lokinni.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.