Vera Lífsgæðasetur opnar – heildræn nálgun að bættum lífsgæðum
12. mars, 2025

Nýtt lífsgæðasetur opnar í Vestmannaeyjum föstudaginn 14. mars og markar þar með tímamót í velferðarþjónustu hér í Eyjum. Setrið er byggt á samstarfi fjögurra fagaðila sem deila sameiginlegri sýn um að efla lífsgæði einstaklinga. Með fræðslu, ráðgjöf og fjölbreyttri meðferð leggja þær áherslu á að bæta líðan fólks, efla sjálfshjálp og styðja það í leik og starfi.

Að Veru standa Tinna Tómasdóttir talmeinafræðingur, Thelma Rut Grímsdóttir næringarfræðingur, Thelma Gunnarsdóttir sálfræðingur og Sólrún Erla Gunnarsdóttir félagsráðgjafi. Þær hafa allar veitt þjónustu hver í sínu lagi, en með því að sameinast undir einn hatt skapast tækifæri til bættari umgjarðar og sameiginlegra úrræða.

Með Veru vonast þær til að auka úrval þjónustutilboða í samfélaginu fyrir stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga sem nýtist bæði á staðnum og í fjarþjónustu. Setrið mun hýsa fjölbreytta þjónustu fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki eða sveitarfélög. Boðið er meðal annars upp á sálfræðiþjónustu, félagsráðgjöf, handleiðslu, næringarráðgjöf, talþjálfun, greiningar á mál- og talmeinum, sérfræðiráðgjöf auk verkefna tengd vinnuvernd.

Vera vinnuvernd

Boðið verður upp á sérhæfða ráðgjöf og fræðslu um sálfélagslega þætti fyrir fyrirtæki, en samkvæmt lögum um vinnuvernd ber öllum vinnustöðum að hafa stefnu um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Þar sem stjórnendur eru oft uppteknir í daglegu amstri getur verið gagnlegt að fá utanaðkomandi aðila til að sinna þessum verkefnum. Með því að leggja rækt við vinnuumhverfið er hægt að stuðla að aukinni starfsánægju, betri afköstum og jákvæðum breytingum varðandi bæði fjarvistir starfsmanna og starfsmannaveltu.

Vera hefur einnig gert samning við Vinnumálastofnun og Virk um fræðslu og námskeið. Þjónusta annarra starfsstétta verður kynnt eftir því sem teymið mun stækka. Verkefni innan Veru eru og verða í sífelldri þróun og vonumst við til að koma sem flestum hugmyndum í framkvæmd.

En hvernig kviknaði hugmyndin af verkefninu?

Að sögn Tinnu Tómasdóttur einum af stofnanda verkefnisins hefur hugmyndin verið í mótun í nokkur ár en markviss vinna hefur átt sér stað í hópi nokkurra fagaðila síðastliðin tvö ár. ,,Við stofnuðum hóp nokkurra kvenna sem allar starfa að einhverju leyti sjálfstætt í svipuðum geira og þá hófst samtal um samstarf sem síðan hefur þróast í þessa átt. Þegar okkur bauðst húsnæði í haust varð að hrökkva eða stökkva og við fjórar höfðum tækifæri á að hrinda verkefninu í framkvæmd.“ Frá því að þær fluttu inn í húsnæðið hafa fleiri fagaðilar sýnt áhuga á að koma að samstarfinu og eru væntanlegir inn í teymið. ,,Við greinum því strax bæði áhuga og þörf fyrir starfsvettvang sem þennan og teymið fer vaxandi. Það er skemmtilegt að upplifa bæði hvatningu og kraft með því að deila rými og hugmyndum, bæði fyrir starfið okkar og vonandi samfélagið“ segir Tinna.

Formleg opnun og kynning

Formleg opnun verður föstudaginn 14.mars kl.17, þá verður haldin stutt kynning á starfseminni í Akóges salnum og eftir það verður opið hús í Veru Lífsgæðasetri við Hilmisgötuna til kl. 19.

Heimasíða Veru er í vinnslu og vonast þær til að opna hana á næstu dögum en þar verður að finna upplýsingar um þjónustuna og tímabókanir. Hægt verður hafa samband við Veru með tölvupósti á sameiginlegt netfang vera@veralif.is auk þess sem hver og ein verður með sitt netfang. Vera er einnig komið með Instagram reikning þar sem deilt verður upplýsingum um starfsemina ásamt fræðslu og fróðleik.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst