Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í nóvember 2008 er 327,9 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 1,74% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 298,3 stig og hækkaði hún um 1,84% frá október.
Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 3,6% (vísitöluáhrif 0,46%), verð á áfengi og tóbaki hækkaði um 6,5% (0,17%) og verð á fötum og skóm um 3,0% (0,14%). Verð á húsgögnum, heimilistækjum, heimilisbúnaði o.fl. hækkaði um 3,4% (0,24%), verð á sjónvörpum, dvd-spilurum, tölvum um 6,9% (0,11%) og efni til viðhalds húsnæðis hækkaði um 7,0% (0,29%).
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst