Verðmætasköpun er grundvöllur velferðar
26. apríl, 2007

Mikill árangur á síðasta kjörtímabili

Á síðustu fjórum árum hefur mikill árangur náðst við að efla og styrkja velferðarkerfið. Staða aldraðra og öryrkja var stórbætt í kjölfar góðs samstarfs við Félag eldri borgara á síðasta ári og yfirlýsingu um bætur í málefnum þeirra sem ríkisstjórnin hefur þegar sett í framkvæmd.

Barnabætur voru auknar umtalsvert á þessu kjörtímabili og gerð var áætlun um átak í uppbyggingu hjúkrunarrýma á næstu árum. Staða heimilanna hefur verið efld og styrkt bæði með lækkun tekjuskatts en ekki síður helmingslækkun virðisaukaskatts á matvæli sem hefur mikil áhrif á allar fjölskyldur og einstaklinga í landinu.

�?á má ekki gleyma niðurfellingu eignarskatts sem einnig var veruleg kjarabót fyrir almenning, ekki hvað síst eldri borgara, sem voru sá hópur sem greiddi mestan hluta þess skatts til ríkissjóðs.

Velferðarmálin verða áfram fyrirferðamikil

Framundan eru nýir tímar sem byggja á traustum grunni. Við höfum mikil tækifæri til þess að styrkja áfram stöðu heimilanna í landinu og getum einbeitt okkur að þeim hópum sem mest þurfa á því að halda. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi var ákveðið að á næsta kjörtímabili yrði áfram lögð mikil áhersla á velferðarmál. Má þar nefna að samþykkt var að lækka skerðingarmörk almannatrygginga vegna annarra tekna úr 40% í 35%, tryggja lágmarks lífeyrisgreiðslur til allra að upphæð 25 þúsund krónur og að heimila öllum eldri borgurum, 70 ára og eldri, að afla sér atvinnutekna án þess að það hafi áhrif á lífeyrisgreiðslur almannatrygginga. �?etta eru stór skref í þá átt að bæta stöðu eldri borgara og styrkja velferðarkerfið í landinu.

Grundvöllur velferðar er verðmætasköpun

Ástæðan fyrir því að unnt hefur verið að taka svo stór skref í átt til meiri velferðar að undanförnu er að hér hefur verið öflugt og gott atvinnulíf sem skapað hefur mikil verðmæti og um leið auknar tekjur til ríkisins. �?ví miður er allt of algengt að stjórnmálamenn, sér í lagi á vinstri kanti stjórnmálanna, horfi aðeins á aðra hlið þessarar jöfnu og tali um velferðarmál án þess að setja þau í samhengi við tekjuöflunina.

Til þess að áfram verði unnt að halda áfram á sömu braut, er nauðsynlegt að við byggjum áfram upp atvinnulífið í landinu. �?ar þurfa mörg járn að vera í eldinum hverju sinni, s.s. iðnaður, hátæknistörf, verslun og þjónusta, eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið að á síðustu árum. Sumt gengur eftir og verður að veruleika en önnur tækifæri og verkefni ná ekki landi og renna okkur úr greipum. �?að er útilokað að unnt sé að sleppa einhverju af þeim tækifærum sem við höfum hér á landi og einblína aðeins á aðra þætti. Slíkt væri bæði óvarlegt og óskynsamlegt.

Stundum kemur upp sú staða að fleiri en eitt verkefni ganga eftir á sama tíma. �?að er vissulega gott þegar slíkt gerist en vegna smæðar landsins getur það leitt til þess að efnahagsstjórnin verður snúnari um skeið.

�?að er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem fetuð hefur verið á síðustu árum, þar sem sterkt atvinnulíf hefur aukið verðmætin í þjóðfélaginu sem áfram hefur gefið okkur tækifæri til að bæta velferð þeirra einstaklinga sem helst þurfa á því að halda í samfélaginu.

Sú braut verður best mörkuð undir forystu Sjálfstæðisflokksins. �?g hvet kjósendur til að veita Sjálfstæðisflokknum stuðning í kosningunum 12. maí nk.

Árni M. Mathiesen

Höfundur er fjármálaráðherra

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst