�?�?g tel ekki svo ólíklegt að hægt sé að fá nýjan Herjólf strax. Mér finnst að það eigi að fá stóru skipafélögin, Eimskip og Samskip til að leita strax að öflugu skipi sem gæti tekið við af Herjólfi hið fyrsta,�? sagði Guðni.
Eins og áður sagði var fundurinn líflegur og miklar umræður sköpuðust. Fjöldi fundarmanna tóku til máls, bæði til að lesa yfir ráðherranum og til að beina spurningum til hans sem Guðni svaraði og komst vel frá fundinum.
Nánar verður fjallað um fundinn í Fréttum á fimmtudag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst