Á fundi húsafriðunarnefndar ríkisins í haust var samþykkt að fela forstöðumanni nefndarinnar, Pétri H. Ármannssyni, að undirbúa friðun gamla sjúkrahússins í Eyjum sem nú er Ráðhús Vestmannaeyja. Segir í samþykktinni að stefnt skuli að því að færa útlit hússins til upprunalegs horfs. Það þýðir að viðbyggingin sem er vestan Ráðhússins verður fjarlægð.