�??Sjómenn á Herjólfi eru í yfirvinnubanni þannig að það á að skikka fólk til að vinna næturvinnu um borð í Herjólfi. Við höfum reynt að ná í stjórnarþingmenn en þeir eru allir í felum. Við höfum óskað eftir fundi í samgöngunefnd en þeir sjá ekki ástæðu til að tala við okkur. �?annig að það er verið að setja lög á Herjólf en ráðamenn þjóðarinnar hafa ekki talað við samninganefnd Herjólfsmanna,�?? segir Jónas Garðarsson hjá Sjómannafélagi Íslands í samtali við
Vísi.is.
Á ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að verkfalli undirmanna verði frestað til 15. september og fái deiluaðilar þann tíma til að komast að samkomulagi. Jónas segir ennfremur á Vísi að sjómenn séu ósáttir við þessa ákvörðun. �??Fólkið á Herjólfi á rétt á sambærilegum kjarabótum og félagar þeirra sem vinna sambærileg störf á öðrum skipum. �?að er það sem verið er að fara fram á.�??