Kjörtímabilið sem senn er á enda hefur einkennst af miklum átökum og hörðum deilum um stór mál. Ég hef lagt sérstaka áherslu á baráttu gegn aðildarumsókninni að Evrópusambandinu, orkumál, efnahagsmál, skuldavanda heimilanna og síðast en ekki síst atvinnumál. Ég vil halda áfram að vinna að þessum málum og óska því eftir stuðningi í 2. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer 26. janúar n.k.