Klukkan tólf á hádegi í dag lýkur atkvæðagreiðslu um kjarasamning sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Sjómannasamband Íslands undirrituðu þann 14. nóvember sl. �?ar með var frestað verkfalli undirmanna á fiskiskipum sem hófst 10. nóvember. Sjómannafélagið Jötunn er aðili að samningnum sem kynntur var félagsmönnum á fundi í Alþýðuhúsinu eftir að skrifað var undir. Verði samningurinn felldur hefst verkfall sjómanna klukkan 20.00 í kvöld. �??Sjómannasambandið telur samninginn góðan. Engar kröfur útvegsmanna til lækkunar launa sjómanna voru teknar inn í samninginn,�?? sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins á fundinum en af samtölum við sjómenn má ráða að úrslit atkvæðagreiðslunnar geta verið tvísýn.
�??�?að er erfitt að segja hvernig þetta fer,�?? segir �?orsteinn Ingi Guðmundsson, formaður Jötuns þegar rætt var við hann í gær. �??Á sumum skipum heyrir maður að það sé mikil óánægja með samninginn en hvað hún er almenn er erfitt að segja. �?að er eðlilegt að menn gefi ekki upp afstöðu sína en þeir verða að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.�?? �?orsteinn segist heyra á sumum að þeir séu tilbúnir í frekari aðgerðir en veit ekki hvað það ristir djúpt. �??Um leið vitum við að það er ábyrgðarhluti að stoppa flotann sem gerist ef farið er í harðar aðgerðir. En það
gerum við ef það er afstaða manna til samningsins og hann verður felldur,�?? segir �?orsteinn sem er ánægður með þátttöku Jötunsmanna í kosningunum.
�??Í morgun höfðu 61,6 prósent félagsmanna greitt atkvæði um samninginn og vil ég minna á að hægt er að greiða atkvæði til hádegis í dag. �?egar greidd voru atkvæði í haust um að fara í verkfall var þátttakan 64 prósent og er ég að vonast til að hún verði ekki minni núna.�??
Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2011 og meðal mála sem þeir náðu í gegn í samningnum sem er kosið um er að veikindaréttur í skiptimannakerfunum er lengdur miðað við nokkra mismunandi dóma sem fallið. Veikindaréttur er lengdur hjá þeim sem eru á jafnlaunakerfi úr tveimur mánuðum í fjóra. Fatapeningar hækka um 130% og nýsmíðaálagið byrjar að lækka eftir sjö ár og fellur alveg niður árið 2030. Fiskverð milli skyldra aðila verður 80% af verði fiskmarkaða og með afurðaverðstengingu að auki. Upplýsingaflæði um verðmyndun á uppsjávarfiskinum verður aukin. Tekið er á mönnunarmálum og gerð verður könnun um hvíldartíma og mönnun skipa á næsta ári. Orlofsréttindi eru færð til samræmis við réttindi í landi. Mjög líklegt er að 500 krónur af fæðispeningagreiðslu verði skattfrjáls frá næstu áramótum. Samningurinn er til næstu tveggja ára. Í lok hans mun kauptrygging háseta verða 328.000 kr.