Verkefnið “Karlar í skúrum” er enn á fullri ferð og nú eru rafvirkjarnir að vinna sína vinnu. Þeir báðu um að komið yrði með öll tækin upp á Hraunbúðir og þeim raðað upp þannig að þeir gætur áttað sig á hvernig og hvar tenglar við tækin ættu að vera.
Verkið er langt komið og lítilsháttar vinna hjá píparanum og þá er allt klárt til að hefja starfsemina í kjallara Hraunbúða. Fleiri myndir frá framkvæmdunum má sjá hér að neðan.
https://eyjar.net/spennandi-timar-framundan-hja-korlum-i-skurum/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst