Verslunin Jazz hættir þann 25. júní þar sem eigendur verslunarinnar, sem reka heildverslunina Gró og Markaðstorgið Kringlunni, hafa selt húsnæðið til rekstararaðila Subway. „Við ætlum ekki að vera með verslun í Vestmannaeyjum,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson, annar eigendanna, þegar hann var spurður út í stöðuna. „Við rekum Markaðstorgið í Kringlunni og verðum með vefsíðu sem Vestmannaeyingar geta nýtt sér ef þeir vilja skipta við okkur,“ sagði Þorsteinn.