Vest­manna­eyja­bær ósátt­ur við söl­una
27. janúar, 2016
�??�?að er eðli­legt að fólk mót­mæli fram­göngu stjórn­enda Lands­bank­ans í þessu svo­kallaða Borg­un­ar­máli,�?? seg­ir Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Vestmanna­eyja og odd­viti sjálf­stæðismanna í sveit­ar­fé­lag­inu, á Face­book-síðu sinni í dag þar sem hann vís­ar til sölu bank­ans á hlut sín­um í kred­it­korta­fyr­ir­tæk­inu Borg­un.
Með söl­unni varð Lands­bank­inn af hlut­deild í háum fjár­hæðum sem renna til Borg­un­ar í kjöl­far yf­ir­töku Visa In­ternati­onal á Visa Europe.
Mót­mæli fóru fram við höfuðstöðvar Lands­bank­ans við Aust­ur­stræti í Reykja­vík í dag eins og mbl.is hef­ur fjallað um. Elliði minn­ir á að Vest­manna­eyja­bær sé næst stærsti hlut­haf­inn í Lands­bank­an­um og sé ekki sátt­ur við söl­una á Borg­un. �??Vest­manna­eyja­bær er næst stærsti hlut­haf­inn í Lands­bank­an­um – á eft­ir ís­lenska rík­inu – og er sem slík­ur ekki sátt­ur við þá gjörn­inga sem þarna hafa farið fram.”
mbl.is greindi frá.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst