Eyjafréttir greindu frá því á föstudaginn, að enginn Vestmannaeyingur væri á framboðslista Alþýðufylkingarinnar í Suðurkjördæmi. �?ví miður verður ekki betur séð en að það sé rétt, þó með þeim fyrirvara að ég veit ekki hvaðan allir á listanum eru ættaðir. En það er annað mál.
Góða fréttin er hins vegar að Vestmannaeyingar eiga þess kost að kjósa Alþýðufylkinguna í þessum kosningum. �?ess áttu þeir ekki kost í síðustu Alþingiskosningum, ekki frekar en aðrir utan Reykjavíkur. Við viljum auðvitað að sem flestir geti kosið Alþýðufylkinguna, þannig að við settum það ekki fyrir okkur að heilu byggðarlögin vantaði fulltrúa á listann — það verður bara að hafa það. Enda berjumst við fyrir hagsmunum og velferð alþýðunnar alls staðar í landinu, en ekki í einstökum byggðarlögum.
Alþýðufylkingin er ekki í þeim bransa sem boðar kjördæmapot eða bitlinga. Enginn sem gengur til liðs við okkur getur vænst þess að fá feitt embætti að launum. Hins vegar bjóðum við upp á mikla vinnu, óeigingjarnt sjálfboðastarf og baráttu sem mun vonandi á endanum skila sér í betri lífskjörum fyrir alla alþýðu í landinu.
Megináherslur okkar eru stóru þjóðfélagsmálin: Félagslegt réttlæti, félagsvætt fjármálakerfi og fullveldi landsins. �?etta þrennt helst í hendur: Félagsvæðing er andstæðan við markaðsvæðingu og þýðir að starfsemi sem er rekin í gróðaskyni sé breytt í samfélagslega þjónustu. Í tilfelli fjármálakerfisins: Opinber fjármálaþjónusta sem tekur ekki sjálf gróða og tekur því ekki vexti. Hugsið um það augnablik, hver húsnæðiskostnaðurinn ykkar væri, ef lánin ykkar bæru ekki vexti.
Vaxtalaust fjármálakerfi mundi spara heimilunum og þjóðfélaginu öllu gífurlegt fé, sem mundi aftur nýtast til að byggja upp innviði landsins af öllu tæi. �?skorað fullveldi er forsenda þess að geta þetta, þar sem ESB-aðild mundi skuldbinda okkur til meiri markaðsvæðingar á flestum sviðum. Við erum fortakslausir andstæðingar ESB-aðildar, ekki vegna þess að við viljum geta stundað spillingu, heldur vegna þess að við þurfum fullveldið, með þeim rétti sem fylgir því, til þess að takast á við hana sjálf. �?að mun enginn gera það fyrir okkur.
�?að er fleira í pokahorninu hjá okkur, og það ættuð þið að skoða á heimasíðunni okkar: Alþýðufylkingin.is
Auðvitað er það synd að Vestmannaeyinga vanti á þennan lista, þótt þeir geti kosið hann. En því geta engir nema Vestmannaeyingar sjálfir breytt, með því að ganga til liðs við Alþýðufylkinguna og þannig hlutast til um að Eyjar eigi fulltrúa á listanum í næstu kosningum. �?að er auðvelt að hafa uppi á okkur ef þið viljið gefa ykkur fram og ganga í flokkinn.
Vésteinn Valgarðsson
varaformaður Alþýðufylkingarinnar